Skip to main content

Fræðslufyrirlestur um verki með sérstaka áherlsu á mjóbaks- og mjaðmagrindarsvæði.

Tími og staðsetning: Miðvikudagur 21. maí kl 20:00. Sjúkraþjálfunin Afl Borgartúni 6.

Tilgangur:  Að fjalla almennt um verki með sérstaka áherslu á mjóbaks- og mjaðmagrindarsvæði. Fjallað verður um verkjaupplifun, af hverju verkir hverfi ekki alltaf af sjálfu sér og breytast stundum í langvinna. Áhersla er lögð á að auka skilning almennings á verkjum. Einnig verður fjallað um hversu flókið það getur verið að eiga við verki frá mjóbaki og mjaðmagrind, varpað ljósi á hvernig heilbrigðisstarfsfólk meðhöndlar vandamálið og hvað mætti betur fara.

Fyrir hverja: Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir þá sem þjást af einkennum frá mjóbaki og mjaðmagrind og aðra áhugasama.

Um fyrirlesarann: Þorvaldur Skúli Pálsson er menntaður sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands og hefur lokið sérfræðinámi í meðferð stoðkerfiseinkenna frá Curtin University, Ástralíu. Þorvaldur er að ljúka doktorsnámi við Center for Sensory-Motor Interaction við háskólann í Álaborg þar sem viðfangsefnið er verkir frá mjóbaki og mjaðmagrind.

Verð: Frítt er á fyrirlesturinn meðan húsrúm leyfir, skráning er nauðsynleg.

Skráning er á afl@aflid.is