R.I.C.E. meðferðin

R.I.C.E. meðferðin

Mikilvægt er að þekkja rétt viðbrögð við íþróttameiðslum (RICE meðferðin). Meðferðina á að byrja sem allra fyrst eftir meiðsli. Ef RICE meðferðinni er beitt rétt þá minnkar blæðingin, örvefsmyndun verður minni og það minnkar líkurnar á langvarandi óþægindum. Einnig styttir það endurhæfingartímann og viðkomandi nær sér fyrr.

Rest – Hvíld: Hætta skal æfingum eða keppni strax

Ice – Ís: Setja skal ísbakstur svo fljótt sem auðið er á meiðslin. Kuldinn veldur samdrætti í æðum þannig að blæðing og bólgumyndun minnkar. Ísbaksturinn má ekki leggja beint að húðinni, gott er að vefja með teygjubindi einfalda umferð undir kælinguna. Ísbaksturinn er hafður á í 20 mín á klukkustund fyrstu 3 klukkutímana.

C
ompression – Þrýstingur: Vefja skal þéttingsfast með teygjubindi þann líkamshluta sem skaddast hefur. Ekki má vefja of fast, því það getur stöðvað blóðrásina.

Elevation – Hálega: Setja skal þann líkamshluta sem orðið hefur fyrir hnjaski í hálegu og helst yfir hjartahæð. Hálegu skal haldið áfram meðan bólga er til staðar.

Mynd fengin af Wikipedia

Eftirmeðferð

Næstu 24-48 klukkukstundirnar er haldið áfram með þrýsting og hálegu. Öll hreyfing skal vera innan sársaukamarka. Þá er æskilegt að hafa samband við sjúkraþjálfara eða lækni til að fá rétta greiningu og viðeigandi endurhæfingu.
Allt of margir íþróttaiðkendur fara of fljótt af stað eftir meiðsli og lenda því oft í króniskum og langvarandi meiðslum.

Mikilvægt er að fá rétta greiningu og endurhæfingu eftir íþróttameiðsli og gefa sér tíma til að ná fullum bata áður en æfingar og keppni hefjast á ný af fullum krafti.

ATH – Ef grunur leikur á að um alvarleg meiðsli sé að ræða skal ávallt leita læknis strax!

Efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar. Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.