Hléæfingar
Forsíða » Fræðsla » Heilsa og næring »
Mikilvægt er að nota hléæfingar til að losa um spennu í vöðvum sem getur myndast við langvarandi einhæf störf.
Við mælum með að þú standir upp úr stólnum á klukkutíma fresti, gangir um gólf og gerir 2 til 3 hléæfingar. Varast skal að teygja vöðva of harkalega, æfingarnar eiga ekki að valda sársauka.
Hér fyrir neðan eru hugmyndir að hléæfingum sem gott er að gera. Mundu að anda djúpt og rólega meðan þú gerir hverja æfingu, ekki halda niðri í þér andanum.