5 km skokk fyrir byrjendur

Forsíða » Fræðsla » Heilsa og næring » 5 km skokk fyrir byrjendur

Ef þú ert algjör „sófakartafla“ en langar til að hreyfa þig þá er hér hlaupaprógram fyrir þig.

Þetta prógram er ætlað fyrir byrjendur í hlaupum og stendur í 9 vikur. Í lok þess átt þú að geta skokkað 5 km eða hlaupið í 30 mín án þess að þurfa að taka þér pásu.

Mjög mikilvægt er að fara rólega af stað og ætla sér ekki of mikið fyrstu vikurnar.  Það fer eftir aldri, líkamlegu ástandi og þjálfunar bakgrunni hjá viðkomandi hversu vel þetta gengur. Hvort það taki þig 9 vikur eða 12 vikur að geta hlaupið 5 km er ekki aðalmálið, heldur það að þú ert farinn að hreyfa þig.

Hægt er að nálgast 9 mismunandi „play lista“ fyrir ipod á síðunni wwwc25k.com sem passa fyrir hlaupaprógrammið. Ásamt tónlistinni þá kemur rödd sem segir þér hvenær þú átt að ganga og hvenær þú átt að skokka og er þetta alveg nauðsynlegt til að fylgja prógramminu. Auðveldar leiðbeiningar fylgja á síðunni hvernig þú átt að niðurhala þessu og setja á ipodinn þinn.

 

 

tekið af vef www.cs5k.com