Fótbolti fyrir alla er að hefja göngu sína aftur en þar er um að ræða sex vikna námskeið fyrir börn með sérþarfir.
Námskeiðið byrjar 13. nóvember í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ og verður alla sunnudaga frá 11:30 – 12:30. Námskeiðið stendur til 18. desember.
Íslandsmeistararnir Gunnhildur Yrsa og Ásgerður leikmenn Stjörnunar í knattspyrnu sjá um þjálfunina og kostnaður er í lágmarki.
Námskeiðið kostar aðeins 3000 krónur og öll börn eru velkomin.
Skráning er á tölvupóstföngunum yr@lsh.is og gunnhildurj09@ru.is.
Námskeiðið fékk jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2011.