Foam-stretch og Hot foam-stretch eru teygjutímar þar sem notast verður meðal annars við svamprúllur. Hot foam-stretch verður í heitum sal og verður hægt að fara enn dýpra í teygjurnar þar.
Rúllurnar hafa verið mjög vinsælar síðustu ár, en þetta er í fyrsta sinn sem World Class tekur þær markvisst inn í hóptíma.
Þetta eru þéttar rúllur sem við notum til að örva bandvef, dálítið eins og sjálfsnudd sem þú framkvæmir með rúllunni og losar um spennu, stífleika í vöðvum og eymsli. Þetta hefur verið mikið notað í endurhæfingu íþróttafólks og skilað góðum árangri.“
Kennarar er í þessum tímum hjá World Class eru Ásdís Árnadóttir sjúkraþjálfari á AFLi og Gerður Jónsdóttir íþróttakennaranemi. „Þær munu blanda saman rúllunum og teygjum,“
Þetta er alveg nýtt hjá World Class og ætti að henta mjög breiðum hópi. Bæði þeim sem eru að fara af stað í líkamsrækt og vilja rólega leikfimi, þeim sem þurfa á teygjum að halda og ekki síst þeim sem eru í ströngum æfingum og þurfa meiri mýkt og jafnvægi í líkamann.“