Skip to main content

Ný áströlsk rannsókn bendir til þess, að aldrað fólk, sem er með hóflega mörg aukakíló lifi lengur en þeir sem eru í svokallaðir kjörþyngd. Þeir sem þjást af offitu eða eru of léttir lifa hins vegar skemur en aðrir.

Grein um rannsóknina birtist í blaðinu Journal of the American Geriatric Society og þar kemur fram, að það sé ekki hollt fyrir fólk sem komið er yfir sjötugt, að fara í megrun. Fram kemur einnig, að kyrrsetur stytti lífið.

Í rannsókninni, sem gerð var á vegum háskóla í Ástralíu, var markmiðið að rannsaka samband þyngdar og langlífis. ´

Í ljós kom, að þeir sem voru skilgreindir sem heldur of þungir lifðu að jafnaði lengur en aðrir og hættan á að þeir fengju tiltekna sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma, krabbamein og króníska öndunarfærasjúkdóma voru einnig minnstar. 

Á vef BBC er haft eftir Leon Flicker, sem stýrði rannsókninni, að hún bendi til þess, að líkamsfita hafi önnur áhrif á þá, sem náð hafi áttræðisaldri en yngra fólk.  

tekið af vef www.mbl.is 30.01.2010