Skip to main content

Mikið hefur verið rætt um hvort gervigras sé slysagildra fyrir íþróttamenn. Margir vilja meina að fleiri leikmenn verði fyrir meiðslum vegna þess að þeir æfi á gervigrasi í stað venjulegs gras.
Nýjustu rannsóknir sýna hinsvegar að það er ekki meiri hætta á meiðslum á gervigrasi samanborið við meiðsli á venjulegu grasi.

  • Sænsk rannsókn um meiðslahættu  á 3. kynslóð af gervigrasi borið saman við venjulegt gras.
    Það tóku 290 leikmenn þátt í rannsókninni frá 10 atvinnumannaklúbbum í Evrópu ásamt 202 knattspyrnumönnum  úr efstu deild í Svíþjóð. Allir leikir og æfingar fyrir hvern leikmann ásamt meiðslum voru skráð niður á tímabilinu 2003-2005.
    Niðurstöður sýndu að ekki væri meira um meiðsli á gervigrasi borið saman við meiðsli á venjulegu grasi.
    Ýttu hér til að lesa alla greinina (PDF)
  • Rannsókn um meiðslahættu hjá Norskum knattspyrnustúlkum
    Það tóku 2020 stúlkur þátt í rannsókninni á aldrinum 14-16 ára sem komu frá 113 íþróttaklúbbum.
    Markmiðið með rannsókninni var leitast svara við; hvort meiri meiðslahætta væri við að spila á gervigrasi samanborið við alvöru gras, hvort það sé munur á líkamshlutum sem verða fyrir meiðslum og eru hvort meiðsli á gervigrasi séu alvarlegri en meiðsli á grasi?
    Eftir 8 mánaðar rannsóknarvinnu sýndu niðurstöðurnar engan mun á milli þess að æfa á gervigrasi eða alvöru grasi.
    Ýttu hér til að lesa alla greinina (PDF) 
     
  • Rannsókn úr bandaríska háskólaruðningnum
    Nýlega birt bandarísk rannsókn um samanburð á meiðslum á gervigrasi vs. venjulegu grasi.
    Á tímabilinu 2005-2006 var fylgst með og skráð niður gögn um 106 karlalið og 136 kvennalið. Rannsóknin var tvískipt þ.e. meiðsli á æfingu og meiðsli í leikjum.
    Niðurstöðurnar voru á þá leið að ekki væri meira um meiðsli á gervigrasi borið saman við meiðsli á venjulegu grasi.
    Ýttu hér til að lesa alla greinina um meiðsli á æfingum (PDF)
    Ýttu hér til að lesa alla greinina um meiðsli í leikjum(PDF)