Skip to main content


Er ég að fá gæði fyrir allan pening ef ég kaupi mér dýra hlaupaskó? Þetta er spurning sem að margir spyrja sig að þegar þeir eru að velja sér hlaupaskó. Á endanum eru venjulega keyptir dýrir skór til að tryggja gæði og engin óþarfa áhætta tekin. Engin hlaupari vill eiga það á hættu að fá álagseinkenni í stoðkerfið vegna lélegs skóbúnaðar.


Skoskir vísindamenn hafa nú gert rannsókn á hlaupaskóm og voru niðurstöður birtar fyrir nokkru síðan. Tilgangurinn var að meta hvort að dýrir hlaupaskór veiti meiri dempun  í niðurstigi og séu þægilegri en ódýrari gerðir frá sama framleiðanda. Skoðaðir voru þrjú pör frá þremur framleiðendum. Skónum var skipt upp í þrjá flokka eftir verði; ódýrir, meðaldýrir og dýrir.


Niðurstöður voru þær að ódýrir og meðaldýrir skór veittu jafnmikla ef ekki betri dempun en dýrari gerðirnar hjá öllum þremur framleiðendunum.  Áður en hægt er að fullyrða eitthvað um tengsl dempunar og kostnað við kaup á hlaupaskóm þarf að skoða fleiri gerðir af skóm frá fleiri framleiðendum.


Tekið skal fram að ekki er um langtímarannsókn að ræða og því ekki hægt að fullyrða að sömu niðurstöður fengjust ef slík rannsókn yrði framkvæmd. Hefði verið áhugavert að láta þátttakendur hlaupa ákveðna vegalengd í nokkra mánuði og bera saman hvernig dempunin entist í skónum.

Sjá nánar:

http://www.beginrunning.com/running-shoes.pdf

http://www.aolhealth.com/news/diet-fitness/article/_a/pricey-running-shoes-not-worth-it/20071011112109990001