Skip to main content

Rannsóknir sem gerðar voru víða í Evrópu benda til þess að unglingar sem hafa í  sér ákveðið ,,offitugen“ en  hreyfa sig i klukkutíma á dag ná að halda þyngd sinni í skefjum. Hreyfingin þarf að vera  miðlungserfið eða með mikilli ákefð. Dæmi um miðlungserfiða hreyfingu er hjóla, synda, rösk ganga eða skokka rólega. Dæmi um hreyfingu með mikilli ákefð eru rösk fjallganga, hlaup, flestar íþróttir og önnur þjálfun með árangur í huga.

Rannsóknirnar eru hluti af HELENA áætlun(HEalthy Lifestyle in Europe by Nutrition in Adolscence) sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigðari lífstíl og jákvæðrar hegðunar meðal barna og unglinga í Evrópu.

http://archpedi.ama-assn.org/cgi/content/abstract/164/4/328

http://www.nlm.nih.gov/medlineplus/news/fullstory_97221.html