Algengt er að sjá börn sem bera þungar skólatöskur ganga hokin og með framdregnar axlir. Þetta getur smám saman leitt til verkja í herðum og baki, sem getur verið upphaf stoðkerfisvandamála síðar á ævinni. Að bera of þunga tösku eða að nota hana á rangan hátt getur valdið sársauka og vöðvabólgu.
Skólatöskur eru fáanlegar í mörgum stærðum fyrir mismunandi aldurshópa. Mikilvægt er að velja rétta stærð fyrir bak barnsins sem og tösku sem hefur nægt pláss fyrir nauðsynleg skólagögn.