Skip to main content

Einelti er skilgreint sem  endurtekin eða viðstöðulaust áreyti/ valdbeiting, munnleg,  sálfræðileg eða líkamleg, framkvæmdar af einstaklingi eða hóp einstaklinga sem beita sér gegn annarri manneskju eða hóp einstaklinga gegn þeirra vilja.

Dan Olweus skilgreinir einelti þannig að  það sé einstaklingur sem lendir reglulega og yfir ákveðið tímabil í neikvæðu áreiti af hendi eins eða fleiri. Roland telur einelti vera langa og kerfisbundna notkun ofbeldis, andlegs eða líkamlegs, gagnvart einstaklingi sem ekki getur varið sig í aðstæðunum. Bjorkquist og fleiri segja einelti vera ákveðna tegund ýgi eða árásargirni sem sé í raun félagsleg.

Pikas heldur því fram að nauðsynlegt viðmið til að meta einelti sé að það sé neikvæð hegðun frá tveimur eða fleiri einstaklingum gagnvart einum einstaklingi eða hópi.

Besag segir að í Bretlandi sé það talið einelti þegar einn einstaklingur ræðst á einhvern hátt gegn einum einstaklingi, hópi eða hópur ræðst gegn hópi eða hópur gegn einstaklingi.

Það er til dæmis einelti þegar eitthvað af eftirfarandi er framkvæmt.

  • Uppnefningar og baktal
  • Sögur gerðar til að koma öðrum í vandræði
  • Telja fólki frá því að spjalla eða vingast við ákveðna einstaklinga
  • Þegar gert er grín af öðrum vegna útlits eða þyngdar
  • Hæðst af menningu, trú eða húðlit eintaklings
  • Hæðst af fötlum eða heilsuleysi
  • Þegar ákveðnir einstaklingar fá ekki að vera með í leikjum
  • Gert grín ítrekað af einstakling sem tekur því nærri sér
  • Illkvittin sms eða netpóstur
  • Þegar neitað er að vinna með ákveðnum einstaklingum í skólanum
  • Eigur annara eyðilagðar
  • Líkamlegar meiðingar, sparkað, slegið, hrækt eða fellt einstakling

Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar. Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Við munum sérstaklega gæta réttar barna og ungmenna sem og einnig allra hópa sem ekki eiga sér málsvara eða sterka rödd. Við munum öll hvert á okkar sviði, skuldbinda okkur til þess að hafa áhrif til góðs á nánasta umhverfi okkar. Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er.

Farið inná www.gegneinelti.is