Skip to main content


Þann 21. júní næstkomandi kl. 14:00 verður haldið alþjóðlegt hjólastólarallý á Thorsplani í Hafnarfirði.

Keppt verður í 3 flokkum

-Stjörnuflokkur, þekktir einstaklingar munu reyna sig í sprettrallý á handstólum.
-Handknúnir stólar. Þrjár sérleiðir verða tímamældar.
-Rafknúnir stólar. Þrjár sérleiðir verða tímamældar.

Glæsilegir vinningar í boði fyrir alla flokka.

Rallýið er hluti af dagskrá Alþjóðlegs dags MND félaga. Skráning fer fram hjá Gauja í S. 823 7270 og gudjon@mnd.is

Lokaskráning fyrir 1. júní 2009

Leiðarlýsing fyrir hjólastólarallý 21. júní 2009

Stjörnuflokkur: Útbúin verður þrautabraut á Thorsplani og bestu tímar ráða.


Hand-og rafmagnsstólar:

Leið. 1: Ræst frá Thorsplani og ekið framfyrir Dóminos húsið og ekið gangstéttina að Linnetstíg. Farið yfir götuna við Landsbankann og ekið upp Linnetsstíg að bekk við Fríkirkjuna.

Leið 2: Ræst frá Rafmagnskassa á Austurgötu. Ekin Austurgatan að hraðahindrun við Austurgötu 36.

Leið 3: Ræst efst úr Mjósundi. Ekið niður Mjósundið og yfir Strandgötuna og gangstétt þar ekin að lokamarki á Thorsplani.

Vörður verði við: hornið á Dominós, við dyrnar á Dominós, við inngang Landsbankans, við Tilveruna, við BYR, yfir götuna hjá BYR, við beygjuna yfir að bekknum hjá Fríkirkjunni, við miðja leið á Austurgötunni, við Mjósundsmarkið, við Strandgötuna, við hinn enda Strandgötunnar, við Antikhúsið, við beygjuna inná Thorsplanið. Samtals a.m.k. 13 ?umferðarstjórar?

Einn fullbúinn alvöru björgunarbíll með blikkandi ljósum við Thorsplanið, ef eitthvað færi úrskeiðis. Vekja athygli á sveitinni.


Kveðja,
Jón Björn Ólafsson
Íþróttasamband fatlaðra
NPC Iceland
+ 354 514 4080
+ 354 868 1061
if@isisport.is
www.ifsport.is