Alþjóðlegi CP dagurinn er í dag, 6. október. Dagurinn er m.a. haldinn til að vekja almenning til umhugsunar um CP og þær 17 milljónir einstaklinga sem eru með fötlunina. CP er ein algengasta hreyfihömlun meðal barna en á Íslandi fæðast um 8-10 börn á ári sem siðar greinast með CP.
Til að gefa innsýn inn í líf með CP, fræða um CP hreyfihömlun og hvetja fólk almennt til umhugsunar, hefur CP félagið látið útbúa myndband þar sem 7 frábærir einstaklingar segja frá lífi sínu með CP hreyfihömlun.
Fjölmargir komu að gerð myndbandsins. Leikstjóri er Baldvin Albertsson og framleiðandi er Tjarnargatan. Ævar Þór Benediktsson var spyrill og Fimleikadeild Stjörnunnar lánaði okkur húsnæðið. Viðmælendur eru þau Haukur, Steinunn, Eiður, Pálína, Marinó, Arnheiður og Árdís. Þeim og öðrum sem komu að verkefninu eru færðar þúsund þakkir. Gleðilegan CP dag.
Sjá myndbandið hér