Skip to main content

Hlaup er ein vinsælasta íþróttagreinin sem er stunduð í heiminum í dag og þrátt fyrir að hafa mörg jákvæð áhrif á heilsu manna þá geta ýmis vandamál herjað á hlaupara. Það kemur kannski fáum á óvart að flest vandamálin eru í neðri útlimum.

Hlauparar þekkja það vel að það er mjög erfitt að missa úr æfingar þegar hlaupið er eftir prógrami og stefnt er á ákveðið hlaup og árangur. Það er okkar von að þessar upplýsingar hjálpi hlaupurum að koma í veg fyrir meiðsli og lágmarki þann tíma sem meiðslin vara. Þegar þreyta eða verkir gera vart við sig er mikilvægt að draga úr álagi til að ekki fari illa, stífleiki er oft undanfari tognana.

Hér er hægt að fræðast um algeng meiðsli hlaupara