Aflið sendi fulltrúa í Mývatnsmaraþonið eins og venjulega. Að þessu sinni sendum við Rúnar norður enda er hann okkar eini og langbesti maraþonhlaupari.
Veðurskilyrði voru ekki hin ákjósanlegustu en tími Rúnars engu að síður mjög góður 3:25:08
Mótshaldara höfðu breytt hlaupaleiðinni frá síðustu árum og voru keppendur sammála um það að brautin væri mun erfiðari en áður.
Að því gefnu er tími Rúnars mjög góður. Sjúkraþjálfun AFL þakkar honum fyrir þáttökuna og óskar honum til hamingju með glæsilegan árangur.
Rúnar vill þakka öllum þeim sem lögðu leið sína norður til að styðja hann og vonast hann til að sjá þau að ári (ef hann verður valin til að hlaupa fyrir hönd AFLs 😉 .