Mannskapurinn var boðaður í óvissuferð beint eftir vinnu sl. föstudag. Mikill gleði og spenna ríkti meðal starfsmanna og miklar vangaveltur uppi um hvert skildi halda. Ýmsar góðar hugmyndir litu dagsins ljós og verða jafnvel notaðar í óvissuferðir síðar á árinu.
Byrjað var á því að fara í lasertag (byssuleikur) þar sem skipt var í 2 lið. Liðin settu upp hernaðaráætlanir hvort fyrir sig og svo var hlaupið, skriðið, stokkið og djöflast í 30 mín til að reyna að ?drepa? hina. Svo fór að lokum að annað liðið vann 😉
Vel sveitt og þreytt settust allir því næst útí rútu sem fór með mannskapinn á Mecca Spa þar sem þeirra beið heitur pottur og gufubað ásamt veitingum. Einstaka starfsmenn fengu „sér-treatment? og voru sendir í 60 mín dekurnudd —-hvað er það?
Loks þegar allir voru orðnir hreinir og fínir var haldið niður í bæ þar sem við borðuðum og drukkum saman á Mexíkönskum veitingastað. Miklar og fjörugar samræður upphófust við matarborðið en allt endaði þetta án slagsmála og fórum við því öll ánægð heim.