Börn og unglingar

Forsíða » Fræðsla » Börn og unglingar

Börn geta þurft að leita til sjúkraþjálfara af mörgum ástæðum eins og vegna seinkaðs hreyfiþroska, vegna hreyfihömlunar, eftir slys eða vegna stoðkerfisverkja.

Í upphafi ræðir sjúkraþjálfarinn við foreldra/forráðamenn og barnið sjálft um styrkleika þess og veikleika. Síðan fer fram skoðun, mat á líkamlegri getu þess og færni, gjarnan eru lögð hreyfiþroskapróf fyrir barnið. Því næst eru sett markmið í samráði við foreldra/forráðamenn og jafnvel við barnið sjálft ef það hefur þroska til.
Að lokum er meðferðin sniðin að þörfum einstaklingsins.

Samvinna við aðra svo sem leikskólakennara, kennara, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, stoðtækjafræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa og lækna er oft á tíðum nauðsynleg til að barnið fái heildræna nálgun á vandamál sín.

Ætlað til fræðslu og upplýsingar

Allt efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar.

Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.

Sjúkraþjálfun AFL leggur áherslu á að ef notendur aflid.is eru í vafa um heilsufar sitt, skal leitað til læknis áður en gripið er til nokurrar meðferðar.

Efnið á aflid.is má ekki á nokkurn hátt nota sem grunn að slysa- eða skjúkdómsgreiningu né heldur við val á meðferð, nema í samráði við fagfólk.

Aflid.is ber ekki ábyrgð á neinu tjóni, sem kann að hljótast af notkun eða misnotkun þeirra upplýsinga sem þar er að finna eða tengdum svæðum.