Geðrækt
FORSENDUR FYRIR VELLÍÐAN ERU:
* Góð heilsa; andleg, líkamleg og félagsleg.
* Meðvitund um það sem getur haft slæm áhrif á heilsuna.
* Að þekkja ráð við því sem ógnar heilsu.
* Góð sjálfsmynd – að vera sátt/ur við sjálfa/n sig, þekkja kosti sína og galla.
* Að geta tekist á við vandamál og erfiðleika á jákvæðan hátt.
Við berum ábyrgð á eigin heilsu og eigin líðan.
Ekki er þar með sagt að það sé okkur að kenna ef okkur líður illa.
En það er á okkar ábyrgð að takast á við það sem veldur vanlíðan, með hjálp annarra ef við þurfum
GEÐRÆKT ER HEILSUEFLING
Með heilsueflingu beinir fólk sjónum að heilbrigði og hvernig megi styrkja eigin heilsu og annarra.
Með geðrækt er lögð áhersla á að góð geðheilsa er mikilvægur þáttur í almennu heilsufari.
ÞAÐ SEM GETUR ÓGNAÐ EÐA STYRKT GEÐHEILSU ER TIL DÆMIS:
ÓGNAÐ STYRKT
* Streita * Slökun
* Áhyggjur * Reglubundin hreyfing
* Kvíði * Áhugamál
* Ónógur svefn * Félagslíf
* Sorg * Vinátta
* Einmanaleiki * Sterk sjálfsmynd
* Slæm sjálfsmynd
ÁLAG HEFUR ÁHRIF Á LÍÐAN
Álag þarf ekki að vera slæmt en við þurfum að geta tekist á við það á jákvæðan hátt.
Breytingar á borð við sjúkdóma, ástvinamissi, sambandsslit, gelgjuskeið, flutninga og að byrja í skóla geta valdið álagi.
Það sama á við um jákvæðar breytingar eins og frí, giftingu, barnsfæðingu og breytingar í vinnuumhverfi.
VIÐBRÖGÐ VIÐ ÁLAGI
Hafa ber í huga að hóflegt álag getur verið hvetjandi en
óhóflegt álag eða áföll geta verið skaðleg og jafnvel valdið:
* Vöðvabólgu
* Bakverk
* Langvinnum höfuðverkjum
* Þunglyndi
* Magasári
* Hjartsláttartruflunum
* Háþrýstingi
* Kvíða
MERKI UM GEÐHEILSUVANDA
Eðlilegt er við ákveðnar aðstæður að finna fyrir depurð, reiði, sektarkennd, kvíða eða ótta.
En þegar þessartilfinningar vara lengi, án gildrar ástæðu, getur það veriðmerki um geðheilsuvanda sem bregðast þarf við.
HUGSANIR OG TILFINNINGAR
Beint samband er á milli hugsana og hvernig okkur líður. Það er hægt að hafa áhrif á eigin hugsanir og líðan með því að einbeita sér að því sem veldur vellíðan, hlutum sem tengjast góðum minningum, myndum sem gleðja okkur og tónlist sem okkur finnst gott að hlusta á.
Unnnið úr bæklingi frá www.lydheilsustod.is