Ef foreldri telur að það þurfi á aðstoð að halda vegna þess að því finnst barn sitt sé að þyngjast um of er nærtækast að leita til heilsugæslunnar hvort sem um er að ræða heimilislækni eða hjúkrunarfræðing í ung- og smábarnavernd eða skólaheilsugæslu. Þetta fagfólk getur annað hvort ráðið um heilt eða vísað á aðrar leiðir og aðra sérfræðinga s.s. á sviði næringar og hreyfingar. Þá býr starfsfólk leikskóla og grunnskóla einnig yfir þekkingu um leiðir til að örva hreyfingu og bæta mataræði.
Sjá alla greinina