Rúnar gerði sér lítið fyrir og hljóp á sínum langbesta tíma frá upphafi. Hann hljóp á 3klst og 12 mínútum. Sjúkraþjálfun AFL óskar honum og hans nánustu til hamingju með árangurinn og hlökkum við til að sjá hann í vinnu á þriðjudag.
Mjög líklegt er að Sjúkraþjálfun AFL verði með móttöku fyrir Rúnar í Leifsstöð. Ef myndin hér til hliðar er stækkuð upp (ýta á mynd) þá má ef vel er skoðað sjá að Rúnar var ekki langt á eftir sigurvegaranum Haile Gebrselassie frá Eþíópíu. Begrselassie náði einnig sínum besta tíma í hlaupina og í raun besta tíma sem náðst hefur í heiminum í maraþonhlaupi.
Þeir sem hafa áhuga á því að skoða frammistöðu Rúnar í hlaupinu er bent á slóðina: http://results.real-berlin-marathon.com/2008/index.php?content=detail&id=00000105C9AEDC00001A4144&lang=EN&event=MAL