Breskur framhaldsskóla kennari, Dr. Paul Kelley, telur að það eigi að seinka kennslu um tvær klukkustundir til að bæta námsárangur unglinga. Hann telur að með því að byrja skóladaga svona snemma eins og raun ber vitni skapi þessar ,,afturgöngur? sem kennarar þekki úr skólastofunum. Máli sínu til stuðnings vísar hann til rannsóknar sem Russell Foster professor í taugavísindum gerði á minni framhaldsskólanema. Niðurstöður minnisprófanna benda til þess að heilar nema starfi betur síðdegis en á morgnana.
Bendir því til að líffræðileg klukka ungmenna breytist á unglingsárunum, sem leiðir til þess að þau vakni seinna á morgnana. Ekki vegna þess að þau séu svona löt heldur af því að þau eru ,,forrituð? svona. Börn allt frá 11 ára aldri eiga erfitt með að vakna á morgnana og getur það staðið allt fram yfir háskólaárin.
Doktor Paul Kelley telur að með því að svipta unglinga þessum svefni þó hafi það áhrif á andlega og líkamlega heilsu Hann segir að rannsóknir bendi til að með því að fara of snemma af stað á morgnana leiði til geðsveiflna, aukins stygglyndi, þunglyndis, þyngdaraukningar og bælingar í ónæmiskefi.
sjá greinina í heild sinni hér á ensku: http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/england/tyne/7932108.stm