Haldið verður upp á daginn í göngugötunni í Mjódd og í húsakynnum Hugarafls að Álfabakka 16, frá kl.13-16:30. Dagskráin byrjar með ávarpi heilbrigðisráðherra og síðan verður boðið up á fjölbreytt skemmti- og tónlistaratriði fyrir börn og fullorðna.
Herdís Benediktsdóttir, og tvær söguhetjanna, munu kynna nýútkomna bók Herdísar ,,Geðveikar batasögur“. Um tónlistaratriði sjá unglingahljómsveitin GÁVA, Fjölsmiðjan, Geir Ólafs og Ingó úr Veðurguðunum. Fjölmörg félög og samtök verða með kynningarbása í göngugötunni, þar sem gestir geta fengið upplýsingar er varða geðheilbrigðismál og ýmis úrræði. Boðið verður upp á veitingar, vöfflur, kaffi o.fl. á geðveikt góðu verði. Einnig blöðrur fyrir börnin.
sjá nánar á www.lydheilsustod.is