Skip to main content

Í dag 18. mars 2010, er 250 ára afmæli Landlæknisembættisins. Í tilefni afmælisins efnir embættið til hátíðardagskrár í Hátíðarsal Háskóla Íslands frá kl. 13:00 til 17:30 eins og þegar er komið fram á þessum vef. Dagskráin er öllum opin meðan húsrúm leyfir.


Auk áður auglýstrar dagskrár flytja þeir Egill Ólafsson, Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson létta tónlist meðan gestir koma sér fyrir og syngur Egill Ólafsson tvö lög áður en heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, setur samkomuna með ávarpi.

Eins og áður segir er meginuppistaða hátíðardagskrárinnar fimm erindi um ýmsa þætti í sögu embættisins frá öndverðu þar sem litið verður yfir þróunina allt til þessa dags. Að erindunum loknum flytur Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir, afmæliskveðju og í lokin ávarpar Geir Gunnlaugsson landlæknir hátíðargesti.

Fundarstjórar verða Örn Bjarnason læknir og Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir.

Að erindunum loknum býður Landlæknisembættið viðstöddum upp á veitingar og tónlistarmennirnir skemmta.

Ítrekað skal að hátíðardagskráin er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Hátíðardagskrá 18. mars 2010 (pdf)

tekið af http://landlaeknir.is/