Skip to main content

Golfmót sjúkraþjálfara fór fram í blíðskaparveðri sl. föstudag á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Góð þátttaka var á mótinu sem heppnaðist feykivel í alla staði. AFL-verjar sendu 3 fulltrúa á þetta firnasterka mót. Menn voru að spila misvel og svo fór að einu verðlaunin sem þeir komu með heim voru fyrir búningana (sjá mynd). Þetta verða að teljast vonbrigði þar sem að starfsmenn AFL´s eru sumir hverjir lágforgjafarmenn sem spila oft og mikið. Stjórn AFL´s væntir þess að þeir girði sig í brók og komi betur undirbúnir næsta ár.