Skip to main content

AFL-verjar gerðu sér glaðan dag í gær og mættu niður á Reykjavíkurhöfn í lok vinnudags. Þar var boðið uppá humarsúpu í forrétt, síðan var siglt út á Faxaflóa á Eldingunni þar sem hvalir voru skoðaðir ásamt því að farið var í sjóstanga-veiðikeppni.
Heppnaðist ferðin mjög vel í alla staði og þökkum við starfsfólki Eldingarinnar kærlega fyrir góðan og skemmtilegan dag.

Úrslitin í veiðikeppninni eru svo hljóðandi:

Stærsti fiskurinn: Grith Christensen
Minnsti fiskurinn: Ásdís Guðjóns.
Flestu fiskarnir: Grith Christensen
Flestar fiskitegundir: Jóna Sól
Fyrst til að æla: Tinna Mark
Ljótasti fiskurinn: Guðrún Magnúsdóttir

Það verður því að viðurkennast að karlarnir voru teknir í ra……… í þessari keppni.