Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ býður upp á reiðnámskeið fyrir
ungmenni með fötlun í samstarfi við fræðslunefnd fatlaðra.
Í boði eru 2 námskeið. 3 þátttakendur á hverju námskeiði:
Námskeið 1 – byrjar þriðjudaginn 15. febrúar kl. 14:30 – 15:30 , 1 sinni á viku á þriðjudögum í 5 skipti.
Námskeið 2 – byrjar föstudaginn 18.febrúar kl. 14:30 – 15:30, 1 sinni á viku á föstudögum í 5 skipti.
Markmið námskeiðsins:
* Eiga frábæra stund saman í skemmtilegu umhverfi
* Geti umgengist hesta af öryggi og óttaleysi
* Að kynnast hestinum og læra undirstöðuatriði í umhirðu hestsins.
* Auka sjálfstæði og færni í samskiptum við hesta
* Að bæta líkamsvitund
* Að auka samhæfingu handa, fóta og skynfæra.
* Styrkja leiðtogahlutverk í samskiptum við hestinn.
Kennslan er í höndum reyndra leiðbeinanda með margra ára reynslu í
reiðkennslu fatlaðra, sjúkraþjálfari verður til taks sem og aðrir aðstoðarmenn eftir þörfum.
Lögð er áhersla áfjölbreytni og að nemendur fái sem mest út úr námskeiðinu eftir þörfum
hvers og eins.
Námskeiðsgjald er 15.000 kr. og innifalið er:
* Öll kennsla og kennslugögn.
* Lagðir eru til hestar fyrir hvern og einn sem og allur útbúnaður til
reiðar þar á meðal sérsmíðaðir hnakkar og annar útbúnaður fyrir þá sem
þurfa.
* Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.
Hægt er að skrá sig hjá Leifi Leifssyni til 5. febrúar 2011 annað hvort með tölvupósti leifur.leifsson@reykjavik.is eða í síma 8698079.
Einnig er hægt að skrá sig hjá Auði G. Sigurðardóttur á netfangið audurs@gmail.com eða í síma 8997299
Með bestu kveðjum og von um góðar viðtökur
Leifur Leifsson – fulltrúi fræðslunefndar fatlaðra.