Ágæti viðskiptavinur.
Því miður er sú staða komin upp að heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að virða ekki þann samning sem gengið var frá milli sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands þann 31. janúar sl. Staðan er því sú að frá og með deginum í dag, 11. febrúar munu sjúkraþjálfarar ekki starfa lengur eftir neinum samningi við ríkið.
Þetta þýðir að allir sem nota þjónustu sjúkraþjálfara þurfa að greiða fullt komugjald í hvert sinn og sækja svo endurgreiðslur til Sjúkratrygginga Íslands þegar ráðherra setur um það reglur. Félag sjúkraþjálfara harmar þau óþægindi sem af þessu hljótast en vísar ábyrgð alfarið á heilbrigðisráðherra.
Félag Sjúkraþjálfara vill benda á að í lögum um sjúkratryggingar (nr.112/2008) segir að tryggja eigi öllum sjúkratryggðum nauðsynlega sjúkraþjálfun og að ráðherra beri að setja reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði.
Félag sjúkraþjálfara harmar mjög að heilbrigðisyfirvöld setji skjólstæðinga sjúkraþjálfara í þessa stöðu og við ítrekum hvatningu okkar til ykkar, að ganga úr skugga um að Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisyfirvöld virði rétt ykkar til endurgreiðslu.
Skrifstofa Sjúkratrygginga Íslands að Vínlandsleið 16 er opin alla virka daga milli 10.00-15.00 og símanúmerið er 515-0000
Heilbrigðisráðuneytið er í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 101 Reykjavík og er opið milli 9.00 og 16.00 alla virka daga. Símanúmer er 545-8100
Með vinsemd og virðinguSjúkraþjálfarar Afli