Mjaðmagrindarverkir á meðgöngu
Sumar konur finna fyrir verkjum í mjaðmagrind og/eða mjóbaki á meðgöngu, oft talað um grindargliðnun, grindarlos eða mjaðmagrindarverki. Á meðgöngu framleiðir líkaminn hormón sem kallast relaxín. Það veldur því að mjúkvefir líkamans verða teygjanlegri og mýkri og þar með talin liðbönd í mjaðmagrindinni. Líkamsstaða þungaðra kvenna breytist einnig á þann hátt að þyngdarpunktur líkamans færist framar en það getur valdið auknu álagi á mjóbakið. Einnig verður þyngdaraukning þegar á líður meðgönguna, það eykur álag á blóðrás, vöðva og liðumbúnað. Þessar breytingar verða hjá öllum barnshafandi konum en ekki allar finna fyrir miklum óþægindum vegna þeirra…………..
lesa alla greinina: Mjaðmagrindarverkir á meðgöngu