Líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index)
Body Mass Index (BMI) = Líkamsþyngdarstuðull samkvæmt manneldisráði
Þegar hlutfall fitu í líkamanum er komin yfir ákveðin mörk getur hún haft áhrif á heilsu þína. Þú getur fylgst með hlutfallinu með því að finna þyngdarstuðul þinn með BMI útreikningum.
Líkamsþyngdarstuðull er reiknaður út frá líkamsþyngd og hæð og er notaður sem mælikvarði á holdafar fólks. Staðallinn skiptist þannig að þeir sem eru milli 20-25 eru taldir vera í eðlilegum holdum meðan þeir sem eru milli 25-30 eru of þungir – ef líkamsþyngdarstuðull mælist hins vegar yfir 30 telst viðkomandi vera með offitu.
BMI = kg/m² (BMI = þyngd/hæð x hæð)
Dæmi:
Veigur er 83 kg og 1,86 m á hæð
83/(1,86×1,86)= 22,3
Líkamsþyngdarstuðull Veigs er 22,3, sem er þal. í kjörþyngd (sbr töflu)
Valdi er 99 kg og 1.82 m á hæð
99/(1.82×1.82)= 27.2
Líkamsþyngdarstuðull Valda er 27,2 sem er þal. of þungur (sbr töflu)
Hafa skal þó í huga að gildin sem fást úr jöfnunni eru ekki algild. Þannig eru þeir sem stunda íþróttir oft með mikinn vöðvamassa sem áhrif hefur á þyngdina og þannig þyngdarstuðulinn. Vel þjálfaður íþróttamaður getur þannig haft sama líkamsþyngdarstuðul og sá sem er of þungur.