Við lifum á tímum þar sem snjallsíma- og spjaldtölvu tæki eru stór þáttur í okkar daglega lífi. Flest okkar skoða snjallsímann sinn margoft á dag til að athuga skilaboð, tölvupóst, vafra um netið eða til að hringja. Sumir nota þessi tæki til að horfa á bíómyndir eða til að lesa rafbækur.
Ef þú ert einn af þessum notendum þá er komin tími til að staldra við og líta uppúr símanum.
Rannsóknir sýna að almenn líkamsstaða hjá okkur þegar við erum í farsímanum samsvarar því að við setjum 27 kg poka á hálsinn á okkur. Höfuðið er ca. 5 kg en sú þyngd margfaldast og eykur álagið á hálsliðina þegar við höllum höfðinu fram (sjá mynd). Við 15° framhalla á hálsi þá vegur höfuðið 12 kg og við í 30° framhalla þá vegur höfuðið 27 kg.