Sjúkraþjálfarar blása til veislu í tilefni af 70 ára afmæli Félags íslenskra sjúkraþjálfara þann 26. apríl n.k. Veislan verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind. Boðið verður upp á fjölbreyttar vinnusmiðjur og örnámskeið sem spanna hluta af því sem sjúkraþjálfarar fást við daglega.
Dagskrá frá kl. 15.00 til 19.00
Vinnusmiðjur kl. 15.15-19.00
Vinnuvernd Líkamsstöðugreining
Jafnvægismat og þjálfun Göngugreining/skóbúnaður
Nám í sjúkraþjálfun Golfsveifla án álagseinkenna
Teipingarnámskeið Ráðleggingar sjúkraþjálfarans
Kynning á hjálpar- og stoðtækjum Blóðþrýstings- og púlsmælingar
Örnámskeið kl. 15.15-19.00
Hópæfingar Fræðsla
15.15 Bakleikfimi 15.45 Bakskóli
16.15 Háls- og herðaræfingar 16.45 Hvernig á ég að æfa?
17.15 Grindarbotnsþjálfun 17.45 Gildi hreyfingar fyrir börn
18.15 Íþróttaálfurinn 18.35 Bakskóli
Allir velkomnir