Sjúkraþjálfun AFL býður upp á alla almenna sjúkraþjálfun.
Sjúkraþjálfarar fást við greiningu og meðferð fólks með ýmis einkenni frá stoðkerfi sem geta stafað af sjúkdómum, afleiðingu slysa eða röngu álagi.
Markmið þjálfunar eru sett í samráði við skjólstæðing og
að lokum er meðferðin sniðin að þörfum einstaklingsins.
Meðferð sjúkraþjálfara felst m.a. í styrkjandi æfingum, liðkandi æfingum, jafnvægisþjálfun, úthaldsþjálfun, rafmagnsmeðferð, nuddi, hita/kuldameðferð, nálastungum, teygjum, liðlosun, fræðslu um líkamsstöðu og líkamsbeitingu o.fl.