Skv. reglugerð nr.314/2017 og rammasamningi um sjúkraþjálfun
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun fyrir alla sjúkratryggða einstaklinga á Íslandi. Einstaklingur sem þarf á sjúkraþjálfun að halda ber hluta af kostnaði sjálfur (sjá gjaldskrá).
Sjúkraþjálfun AFl miðar verðskrá sína við gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands,
en ofan á grunngjaldið leggst komugjald.
Eftir atvikum er hægt að fá hluta þess kostnaðar sem fellur á einstaklinginn endurgreiddan hjá stéttarfélögum, tryggingafélögum eða öðrum aðilum.
Sjúkraþjálfunin Afl sér um að innheimta hlut Sjúkratrygginga Íslands
Fyrir frekari upplýsingar bendum við á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands www.sjukra.is