Peruvöðvinn (M.Piriformis) er lítill vöðvi sem á upptök á spjaldbeininu og fer í gegnum settaugargatið (sciatic notch) og festist á stóru lærhnútu (trochanter major) á lærleggnum. Vöðvinn gegnir því hlutverki að aðstoða við að snúa lærleggnum út á við. Þar sem vöðvinn fer í gegnum settaugargatið fer einnig stærsta og lengsta taug líkamans, settaugin (sciatica nerv). Í 10% tilfella liggur settaugin í gegnum peruvöðvann.
Þegar of mikið álag er á peruvöðvanum, verður hann spenntur og aumur. Í sumum tilfellum verður vöðvinn svo spenntur og stífur að settaugin klemmist.
Önnur orsök fyrir Piriformis syndrome getur verið ef peruvöðvinn tognar. Annað hvort skyndilega eða vegna mikils álags sem stundum getur tengst krónískri styttingu í peruvöðvanum.